Ned Beatty látinn 83 ára að aldri

Ned Beatty ásamt eiginkonu sinni Söndru Johnson.
Ned Beatty ásamt eiginkonu sinni Söndru Johnson. AFP

Bandaríski leikarinn Ned Beatty lést á sunnudag, 83 ára að aldri. 

Beatty var hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Network, Superman og Toy Story 3. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir besta leikara í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Network. 

Umboðsmaður Beatty, Deborah Miller, segir að Beatty hafi látist af náttúrulegum orsökum í faðmi fjölskyldu og annarra ástvina. 

Beatty, sem var fæddur og uppalinn í Kentucky-ríki, steig fyrst fram á sjónarsviðið sem leikari í kvikmyndinni Deliverance árið 1972. Ferill Beatty spannaði rúma fjóra áratugi, en hann settist í helgan stein árið 2013. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.