Auðvelt en á sama tíma ný flækjustig

Fyrsta sjónvarpsauglýsingin á Íslandi sem skotin er í viðbættum veruleika (e. augmented reality) verður frumsýnd á næstunni. Það er auglýsingastofan H:N Markaðssamskipti sem á heiðurinn af auglýsingunni en hún er framleidd fyrir Atlantsolíu.

„H:N hefur verið leiðandi auglýsingastofa í að nýta viðbættan veruleika í auglýsingar og sérhönnun á ýmsum lausnum sem snúa að þessari tækni. Okkur fannst spennandi að prófa þessa tækni með þessum hætti og þetta er, að því er ég best veit, fyrsta sjónvarpsauglýsingin í heiminum sem er skotin á þennan hátt – í það minnsta hér á landi,“ segir Kristján Hjálmarson, framkvæmdarstjóri H:N Markaðssamskipta.

Auglýsingin er öll tekin upp á snjallsíma í gegnum smáforritið Instagram. Útbúinn var sérstakur Atlantsolíufilter í smáforritinu og auglýsingin síðan skotin í gegnum hann. Lagið í auglýsingunni er samið af Helga Sæmundi úr Úlfi Úlfi og sungið af leikkonunni Sögu Garðarsdóttur.

„Það sem var kannski furðulegast við þessar tökur var að nota ekki allan þann búnað sem vanalega er notaður í tökum á þessum skala. Á sama tíma og það var vissulega auðvelt fyrir okkur að taka upp símann, opna Instagram og byrja að skjóta, þá komu upp önnur vandamál sem maður er kannski ekki vanur að þurfa að eiga við. Sem dæmi var ákveðið flækjustig að þurfa að vista hvert og eitt 15 sekúndna myndskeið áður en næsta skot var tekið. Þetta er vissulega öðruvísi nálgun en alla jafna, en alltaf gaman að fara aðeins út fyrir kassann og reyna að yfirfæra á þann skala sem við og H:N miðuðum á. Fólk sem sá okkur við tökur hefur líklega haldið að við værum mjög metnaðarfullir áhrifavaldar,“ segir Jakob Hákonarson sem leikstýrði og tók auglýsinguna upp ásamt Agli Á. Jóhannessyni.

Atlantsolía hefur vakið athygli fyrir óvenjulegar auglýsingar síðustu ár og hefur sópað til sín Lúðrum á Ímark-hátíðinni síðustu ár.

„Atlantsolía á miklar þakkir skilið fyrir að taka alltaf vel í nýjar og stundum misgáfulegar hugmyndir sem við fáum hér á stofunni. Það hefur verið frábært að vinna með svona opnum og skemmtilegum viðskiptavini í gegnum tíðina,“ segir Kristján.

H:N Markaðssamskipti er ein af elstu auglýsinga- og markaðsráðgjafarstofum landsins. Stofan er með starfsemi á Íslandi, Englandi og Svíþjóð og í allt starfa þar um 30 manns.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler