Biðst afsökunar á neteinelti

Chrissy Teigen lagði fólk í einelti á Twitter.
Chrissy Teigen lagði fólk í einelti á Twitter. mbl.is/AFP

Fyrirsætan Chrissy Teigen biðst afsökunar á neteinelti í nýrri bloggfærslu. Teigen, sem er virk á samfélagsmiðlum, dró sig í hlé fyrir nokkrum vikum eftir að hún var sökuð um að leggja fólk í einelti á netinu. Teigen segir í færslu sinni að hún hafi verið að hugsa sinn gang að undanförnu. 

Hún segir að sá dagur líði ekki sem hún finnur ekki fyrir því sem hún gerði og lýsir yfir mikilli eftirsjá. „Eins og þið vitið þá fóru mörg gömul og hryllileg (hryllileg, hryllileg) tíst frá mér á flug. Ég skammast mín svo mikið fyrir þau. Þegar ég les þau og skil hversu mikið ég særði fólk verð að staldra við og spyrja mig hvernig ég gat gert þetta.“

Teigen segist hafa beðið eina manneskju afsökunar opinberlega. Hún segist þó þurfa að biðja marga aðra afsökunar og er að byrja á að hafa samband við fólk sem hún særði. „Það er hreinlega ekki hægt að afsaka þessi hryllilegu tíst. Fórnarlömb mín áttu þau ekki skilið. Enginn gerir það,“ sagði Teigen og sagðist hafa verið nettröll og þykir það leitt. 

Teigen er með 13,5 milljónir fylgjenda á Twitter og 35 milljónir á Instagram. Hún hætti tímabundið á samfélagsmiðlum eftir ásakanirnar. Fyrirsætan er gift tónlistarmanninum John Legend og á mikið af frægum vinum. 


Nýlega steig hönnuðurinn Michael Costello fram og sagðist hafa verið í sjálfsvígshættu eftir einelti Teigen. Hann sagði í færslu á Instagram að hún hefði einsett sér að útiloka hann og ásakaði hann um að vera með kynþáttafordóma. Ástæða reiði Teigen var athugasemd Castellos sem hafði verið breytt í myndvinnsluforriti. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þekking er voldugt afl og þú þarft að nýta þekkingu þína betur en þú hefur gert hingað til. Reyndu að komast hjá rifrildi því þetta er ekki góður dagur til slíks.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þekking er voldugt afl og þú þarft að nýta þekkingu þína betur en þú hefur gert hingað til. Reyndu að komast hjá rifrildi því þetta er ekki góður dagur til slíks.