J.Lo og Affleck í sjóðheitum sleik

Ben Affleck og Jennifer Lopez eru byrjuð saman aftur.
Ben Affleck og Jennifer Lopez eru byrjuð saman aftur. FRED PROUSER

Bennifer 2.0 hefur loksins verið staðfest með kossi þar sem parið, Jennifer Lopez og Ben Affleck, var statt á sushiveitingastaðnum Nobu í Malibu í Kaliforníuríki á sunnudagskvöldið. Ljósmyndari náði þá myndbandi af þeim kyssast og er þetta í fyrsta skipti sem parið sést stinga saman nefjum opinberlega. 

Í myndbandinu sést einnig þrettán ára sonur Lopez sem kemur í mynd eftir að þau sjást kyssast. Samkvæmt heimildum var fjölskylda Lopez að fagna afmæli Lyndu Lopez, systur söngkonunnar. Það leikur því enginn vafi á því að þau eru par og aðeins tímaspursmál hvenær parið skráir sig „í sambandi“ á Facebook.

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá stjörnuparið kyssast. 

 Frétt PageSix.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.