„Ég varð hrifin af öðrum manni“

Þórhildur Magnúsdóttir heldur úti miðlinum Sundur og Saman á Instagram og Facebook. Þar miðlar hún jafningjafræðslu um náin sambönd og praktískar leiðir til að bæta tengslin innan þeirra og fjallar á uppbyggilegan hátt um mikilvæg málefni svo sem kynlöngun, þörf fyrir sjálfstæði. Berglind Guðmundsdóttir ræðir við Þórhildi í Dagmálsþætti dagsins.

Þættirnir eru aðgengilegir áskrifendum Morgunblaðsins hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Hugmyndir okkar um að fólk í sambandi verði aldrei hrifið af neinum öðrum geta verið mjög skemmandi. Þórhildur talar í þessu myndbroti opinskátt um það hvernig hún varð hrifin af öðrum manni og hvernig hún og hennar maður hafi unnið sig úr þessari erfiðu lífsreynslu með opnum samskiptum og meiri rækt við sambandið.

Hún bjóst sjálf aldrei við að verða hrifin af öðrum en eiginmanni sínum og þetta hafi komið mjög flatt upp á hana. Á þessum tíma áttu þau ungt barn og voru ekki að eyða miklum tíma saman og auðveldara að hafa gaman í vinnunni með vinnufélögunum og þurfa ekki að tala um börn og bleyjur en það sem beið manns heima. Hún tók þá ákvörðun að ræða þetta opinskátt með það í huga að þeirra lífsreynsla geti verið öðrum til gagns. Viðbrögðin létu ekki á sér standa en það voru margir sem höfðu upplifað tilfinningar gagnvart öðrum en maka en aldrei rætt það út af skömm og hræðslu. Þetta fólk hefur verið Þórhildi afar þakklátt fyrir að opna á þessa viðkvæmu umræðu.  
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason