Jimmy Carr með aukasýningu á Íslandi

Spéfuglinn Jimmy Carr.
Spéfuglinn Jimmy Carr.

Enski grínistinn Jimmy Carr er á leiðinni til landsins með sýninguna Terribly Funny í byrjun september. Ákveðið hefur verið að bæta við aukasýningu föstudaginn 3. september eftir að það seldist upp á fyrri sýninguna sem fer fram 2. september. 

Sýningarnar fara fram í Háskólabíói og hefst almenn sala á aukasýninguna á föstudaginn næstkomandi klukkan tíu á tix.is. Forsala á aukasýninguna hefst hins vegar klukkan 12 í dag, miðvikudag. Hægt er að skrá sig hér. 

Fram kemur í fréttatilkynningu að sýningin sé ekki ætluð fólki sem gerir kröfur um pólitíska réttsýni í uppistandi. 

Carr hefur áður komið til Íslands. „Ég hef átt góðar stund­ir á Íslandi, brugðið mér í bæ­inn á kvöld­in og fengið mér drykk,“ sagði hann í viðtali við Morgunblaðið árið 2019.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er komið að því eftir langa mæðu að menn sjá hve mjög þú hefur lagt þig fram um lausn ákveðins verkefnis.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er komið að því eftir langa mæðu að menn sjá hve mjög þú hefur lagt þig fram um lausn ákveðins verkefnis.