Kvöldstund sem aðdáendur Daft Punk mega ekki missa af

Kristján Hrannar Pálsson spilar Daft Punk á orgel Laugarneskirkju í …
Kristján Hrannar Pálsson spilar Daft Punk á orgel Laugarneskirkju í kvöld Ljósmynd/Aðsend

Organistinn Kristján Hrannar Pálsson hefur endurútsett plötuna Discovery með Daft Punk fyrir flutning á orgel. Í kvöld mun Kristján flytja plötuna í heild sinni á kirkjuorgel Laugarneskirkju. Nánari upplýsingar má nálgast hér.

Discovery kom út 2001 og fagnar því 20 ára afmæli. Hljómsveitin er hvað þekktust fyrir vel smíðaðar arpeggíur og hljóðsömpl og má kalla Discovery eitt helsta flaggskip sveitarinnar á löngum og farsælum ferli.

Þetta er einstakt tækifæri fyrir aðdáendur franska rafdúettsins sem lagði upp laupana fyrr á þessu ári eftir tónlistarferil sem spannaði 28 ár.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver mun koma þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu saman.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver mun koma þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu saman.