Sagðist elska Jenner

Travis Scott og Kylie Jenner eru aftur farin að vera …
Travis Scott og Kylie Jenner eru aftur farin að vera saman. AFP

Rapparinn Travis Scott og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner mættu saman á rauða dregilinn í New York á þriðjudaginn. Scott og Jenner sem eiga saman hina þriggja ára gömlu Stormi eru byrjuð aftur saman og sagði Scott elska Jenner í ræðu. 

Scott tók við verðlaunum og hélt þess vegna ræðu. „Ég elska þig Stormi og eiginkona mín, ég elska þig,“ sagði Scott. Parið er þó ekki talið vera búið að gifta sig. 

Jenner flaug sérstaklega til New York með dóttur sína til þess að vera viðstödd verðlaunaafhendinguna að sögn heimildarmanns E!. Mæðgurnar vörðu deginum í dúkkubúð áður en þær mættu á rauða dregilinn. Var þetta í fyrsta skipti sem fjölskyldan sameinaðist á rauða dreglinum síðan þau hættu saman fyrir næstum því tveimur árum. 

Fréttir af sambandi Scott og Jenner hafa verið áberandi undanfarnar vikur. Þau voru þó sögð vera í opnu sambandi en hafa ekki staðfest fréttirnar. 

View this post on Instagram

A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner)

Travis Scott, Stormi Webster og Kylie Jenner þegar allt virtist …
Travis Scott, Stormi Webster og Kylie Jenner þegar allt virtist leika í lyndi í ágúst. Nú eru þau byrjuð saman aftur. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.