Dóttursonur Elísabetar skilinn

Peter Phillips lengst til hægri á myndinni er skilin við …
Peter Phillips lengst til hægri á myndinni er skilin við Autumn AFP

Peter Phillips, elsta barna­barn Elísa­bet­ar Eng­lands­drottn­ing­ar, er skilinn við eig­in­konu sína Aut­umn að því er fram kem­ur í People. Drottn­ing­in er sögð miður sín yfir frétt­un­um eft­ir allt sem hef­ur gengið á í fjöl­skyld­unni að und­an­förnu.

Á mánudaginn birtu þau fréttatilkynningu þess efnis að allt sem viðkæmi fjármálum þeirra hefði nú farið í gegnum dómstóla og málefni þeirra teldust leyst.

Peter Phillips er 42 ára gam­all son­ur Önnu prins­essu og fyrr­ver­andi eig­in­manns henn­ar Marks Phillips. Hjón­in giftu sig fyr­ir tæp­um 12 árum og eiga sam­an dæt­urn­ar Sa­vönnuh, níu ára, og Islu, sjö ára.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.