Vill stunda sjóðandi heitt kynlíf í hjónabandinu

Hjónin Jeannie Mai og Jeezy leggja mikið upp úr góðu …
Hjónin Jeannie Mai og Jeezy leggja mikið upp úr góðu hjónabandi. Skjáskot/Instagram

Bandaríska fjölmiðlastjarnan Jeannie Mai og rapparinn Jeezy giftu sig fyrr á árinu. Mai finnst yndislegt að vera gift kona. Hún segir allt öðruvísi að vera gift en bara í sambandi. 

„Ég elskaði upphafið á sambandinu og við vörðum góðum tíma í að kynnast og vera viss um að við værum rétt hvort fyrir annað,“ sagði Mai í viðtali við Entertainment Weekly að því er fram kemur á vef People. Hjónin, sem eru bæði á fimmtugsaldri, vildu gera allt rétt enda ólust þau ekki upp við góðar fyrirmyndir. 

„Við viljum finna fyrir trausti,“ sagði Mai. „Við viljum finna fyrir ást. Við viljum faðmast. Við viljum finna fyrir rómantík. Við viljum fara á stefnumót, viljum stunda mikið og sjóðandi heitt kynlíf. Ég meina þú vilt allt þetta,“ sagði Mai. mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.