Hjónin aldrei saman á brúðkaupsdeginum

Hjónin Gunnar Helgason og Björk Jakobsdóttir
Hjónin Gunnar Helgason og Björk Jakobsdóttir mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari

Björk Jakobsdóttir setti færslu á Facebook í gær þar sem hún gerir góðlátlegt grín að ákvörðun sinni og Gunnars Helgasonar að gifta sig á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. Í færslunni óskar hún eiginmanni sínum, Gunnari, til hamingju með brúðkaupsafmælið og birtir mynd af Gunnari ásamt Felix Bergssyni þar sem þeir eru kampakátir með Storytell-verðlaunin sín. En Björk segir í færslunni:

„Til hamingju með brúðkaupsafmælið Gunnar Helgason elsku eiginmaður. Mikið hefur verið gott að skokka lífshlaupið með þér. Ein af fáum mistökum okkar var val á brúðkaupsdegi. Ég bið að heilsa Felix.

Skjáskot/Facebook

Við óskum þessum yndislegu og síkátu hjónum til hamingju með brúðkaupsdaginn í gær. Það hefur verið í nógu að snúast hjá Gunnari en á dögunum kom kom út barnabókin Palli Playstation eftir hann en bók­in er fram­hald af Stellu­bók­un­um vin­sælu.mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.