Aron Mola og Hildur eiga von á öðru barni

Hildur Skúladóttir og Aron Már Ólafsson.
Hildur Skúladóttir og Aron Már Ólafsson. Ljósmynd/Instagram

Aron Már Ólafsson leikari, betur þekktur sem Aron Mola, og unnusta hans, Hildur Skúladóttir, eiga von á öðru barni sínu.

Þetta tilkynntu þau á instagram í dag, í færslu þar sem þau sjást fagna útskrift Hildar, sem brautskráðist úr Háskólanum í Reykjavík í dag með gráðu í sálfræði. 

Fyrir eiga þau soninn Birni Blæ, þriggja ára. 

Aron sló í gegn sem samfélagsmiðlastjarna fyrir örfáum árum en í dag er hann einna helst þekktur fyrir leiklistarhæfileika sína.

Flestir þekkja hann eflaust úr sjónvarpsþáttunum Ófærð eða úr leikhúsi þar sem hann tók þátt í uppsetningu Borgarleikhússins, Níu líf, um líf og ævi tónlistarmannsins Bubba Morthens. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.