Sofa ekki í sama herbergi

Tori Spelling ásamt eiginmanninum, Dean McDermott.
Tori Spelling ásamt eiginmanninum, Dean McDermott. Getty Images

Beverly Hills 90210-leikkonan Tori Spelling viðurkenndi í útvarpsþætti á fimmtudaginn að hún svæfi ekki í sama rúmi og eiginmaður hennar, Dean McDermott. Leikkonan gaf lítið upp um hvort það væru vandamál í hjónabandinu en sagði eiginmann sinn ekki sofa í sama herbergi. 

„Veistu hvað, akkúrat núna sofa börnin mín og hundar í rúminu mínu,“ sagði Spelling spurð út í hvernig hjónabandið væri. Spelling og McDermott eiga fimm börn saman á aldrinum fjögurra til 14 ára. Þau eiga einnig þrjá hunda. 

„Hann var í öðru landi í tökum. Þau voru öll hjá mér,“ útskýrði Spelling. „Svo akkúrat núna eru fjögur í svefnherberginu hjá mér sem eiga eftir að fara í sín herbergi.“

Hjónin hafa verið gift í 15 ár. Fjögur elstu börnin eru í herbergi Spelling en þau eru þrettán, níu, átta og fjögurra ára. Tvö þeirra eru með sín eigin rúm í herbergi Spelling en tvö þeirra sofa uppi í hjá henni. Spelling vildi ekki segja hvort McDermott svæfi í gestaherberginu en staðfesti að hann væri í öðru herbergi. mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk tekur óvenju vel eftir þér í dag og þú munt sennilega eiga mikilvægar samræður við foreldra þína.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk tekur óvenju vel eftir þér í dag og þú munt sennilega eiga mikilvægar samræður við foreldra þína.