Millie Bobby Brown með syni Jons Bon Jovi

Millie Bobby Brown er kominn með kærasta.
Millie Bobby Brown er kominn með kærasta. AFP

Stranger Things-leikkonan Millie Bobby Brown er byrjuð með Jake Bongiovi, syni rokkarans Jons Bon Jovi. Brown er 17 ára og Bongiovi er 19 ára. Þau birtu sjálfumynd af sér á Instagram í byrjun mánaðarins og fóru sögusagnir af sambandi þeirra af stað. 

Nú virðist sambandið vera staðfest. Brown og Bongiovi sáust leiðast í New York í síðustu viku og birtust myndir af þeim á vef Daily Mail. Leikkonan hefur gert það gott í leiklistinni síðan hún var 12 ára. Bongiovi stundar hins vegar nám í Syracuse-háskólanum. 

Brown var í sambandi með tónlistarmanninum Jacob Sartorius árið 2018 og í fyrra var hún með ruðningskappanum Joseph Robinson.

View this post on Instagram

A post shared by @jakebongiovi

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.