Rödd Kötlu unnin upp úr jarðskjálftamælum eldfjallsins

Guðrún Ýr Eyfjörð í hlutverki Grímu.
Guðrún Ýr Eyfjörð í hlutverki Grímu. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk Högna Egilssonar og Netflix. 

Í tilkynningu frá Netflix kemur fram að tjáning Kötlu sé sett fram á ljóðrænan og músíkalskan hátt í verkinu til að varpa sýn á eldfjallið, eðli þess og nýju Netflix-þáttaröðina Kötlu. 

Til að tengjast Kötlu rýndu tónlistarmaðurinn Högni Egilsson og eldfjallafræðingurinn Kristín Jónsdóttir í gögn um skjálftavirkni eldfjallsins. Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, sem leikur Grímu í þáttunum, ljáir fjallinu rödd sína í verkinu ásamt verðlaunakórnum Cantoque. 

Uppistaða verksins er ljóð sem samið var af Högna og Andra Snæ Magnasyni. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk tekur óvenju vel eftir þér í dag og þú munt sennilega eiga mikilvægar samræður við foreldra þína.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk tekur óvenju vel eftir þér í dag og þú munt sennilega eiga mikilvægar samræður við foreldra þína.