Síðasta árið ungur og villtur

Dagur B. Eggertsson á 49 ára afmælisdegi sínum.
Dagur B. Eggertsson á 49 ára afmælisdegi sínum. mbl.is/Facebook

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnaði afmæli sínu um helgina. Hann birti stórskemmtilega ljósmynd af sér í dag sem tekin var að morgni afmælisdagsins. 

„Vaknaði óvenju krumpaður - en umvafinn fjölskyldu og kærleika - á 49 ára afmælisdaginn á laugardag. Er greinilega að komast á þann aldur að morgun-myndatökur eru líklega ekki málið. Fékk mikinn fjölda af góðum kveðjum og skemmtilegum myndum úr dagsins önn - en enga greiðu. Fékk þá ábendingu að framundan væri síðasta árið þar sem ég gæti verið ungur og villtur. Hárið fékk því að halda sínum náttúrulega stíl frameftir degi. Takk kæru vinir fyrir falleg orð. Þau náðu til hjartans og göldruðu fram bros. Þið eruð frábær!“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.