Usain Bolt eignaðist tvíbura

Usain Bolt.
Usain Bolt. AFP

Íþróttagoðsögnin Usain Bolt eignaðist nýverið tvíbura, Thunder og Saint Leo Bolt. 

Bolt, 34 ára, greindi frá tíðindunum á Instagram-síðu sinni í gær. Bolt deildi mynd af sér ásamt konu sinni Kasi Bennett og tvíburadrengjunum ásamt eins árs gamalli dóttur parsins Olympiu Lightning. 

Ekki hefur komið fram hvenær drengirnir fæddust. 

Bolt, sem á heimsmetin í 100 og 200 metra hlaupi, setti skóna á hilluna árið 2017 sem hraðasti maður sögunnar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk tekur óvenju vel eftir þér í dag og þú munt sennilega eiga mikilvægar samræður við foreldra þína.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk tekur óvenju vel eftir þér í dag og þú munt sennilega eiga mikilvægar samræður við foreldra þína.