Enn og aftur hætt saman

Khloé Kardashian og Tristan Thompson eru sögð hætt saman.
Khloé Kardashian og Tristan Thompson eru sögð hætt saman. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian og körfuboltakappinn Tristan Thompson eru enn og aftur hætt saman. Heimildarmenn slúðurmiðla vestanhafs staðfesta að sambandinu sé lokið þrátt fyrir þrálátan orðróm um að parið hafi ætlað að eignast annað barn saman. 

„Khloé og Tristan hættu saman nýlega. Tristan var í afmæli í Bel Air á föstudagskvöldið og lét eins og hann væri einhleypur allt kvöldið,“ sagði heimildarmaður ET. „Kardashian-fjölskyldunni var boðið í veisluna en mætti ekki.“ Annar heimildarmaður sagði parið hafa hætt saman fyrir nokkrum vikum. 

Vinur parsins fyrrverandi sagði Page Six sömu sögu, að Kardashian og Thompson hefðu hætt saman fyrir nokkrum vikum. „Þeim kemur vel saman. Það er ekkert drama,“ sagði vinurinn og sagði þau ætla að ala þriggja ára dóttur sína upp saman. 

Kardashian og Thompson eru sögð hafa hætt saman stuttu eftir fréttir af framhjáhaldi Thompson og Instagram-fyrirsætunnar Sydney Chase. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk tekur óvenju vel eftir þér í dag og þú munt sennilega eiga mikilvægar samræður við foreldra þína.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk tekur óvenju vel eftir þér í dag og þú munt sennilega eiga mikilvægar samræður við foreldra þína.