„Alltaf bara að kýla á það“

Embla Wigum er ung og efnileg kona sem hefur náð miklum árangri á samfélagsmiðlinum Tik Tok. Embla er förðunarfræðingur sem sérhæfir sig í listrænum förðunarmyndböndum. Hún segist fá mikið af skilaboðum og beiðnum um góð ráð, sérstaklega frá yngri stelpum sem langar til að stofna sinn eigin aðgang og skapa sitt eigið efni.

„Þetta eru oft stelpur sem langar að opna Instagram aðgang og gera eitthvað ‘make up’ en eru kannski hræddar um að fólki finnist þær asnalegar,“ segir hún í spjalli við Dóru Júlíu og svörin sem hún gefur fólki eru yfirleitt svipuð. „Alltaf bara að kýla á það,“ segir hún og bætir við að „þú munt frekar sjá eftir því að hafa ekki gert það.”

Sjálf hefur hún þurft að fara út fyrir þægindarrammann og segist meðvituð um að einhverjum gæti þótt það asnalegt. Það fylgi því að gera eitthvað óhefðbundið.

„Sérstaklega ef maður er að gera eitthvað öðruvísi og að gera eitthvað rétt, þá er alltaf einhver að fara að setja út á það, en það er bara allt í lagi.“

Dóra Júlía skyggn­ist inn í líf Emblu í Dag­málsþætti dags­ins. Þætt­irn­ir eru aðgengi­leg­ir áskrif­end­um Morg­un­blaðsins hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk tekur óvenju vel eftir þér í dag og þú munt sennilega eiga mikilvægar samræður við foreldra þína.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk tekur óvenju vel eftir þér í dag og þú munt sennilega eiga mikilvægar samræður við foreldra þína.