Britney: „Ég græt á hverjum degi“

Britney Spears kom fram opinberlega og óskaði eftir fullu sjálfræði …
Britney Spears kom fram opinberlega og óskaði eftir fullu sjálfræði í fyrsta sinn eftir áralanga þögn.

Eftir áralanga þögn hefur Britney Spears loks komið fram opinberlega og biðlað til dómstóla í Kalíforníu um að veita henni sjálfræði á ný eftir þrettán ára prísund.

„Ég vil að þetta taki enda. Þetta veldur mér bara skaða. Ég á skilið að eiga líf,“ sagði hún í tilfinningaþrunginni ræðu fyrir dómstólum í dag. Í dómsskjölum sem New York Times hefur undir höndum kemur fram að Britney hafi árið 2016 sagt dómstólum frá því að hún upplifði sig kúgaða, og lýsti því meðal annars að hún hafi verið neydd til að koma fram. Þá fékk hún vikulegan vasapening og fékk ekki einu sinni að ráða sinni eigin eldhúsinnréttingu.

„Ég er búin að vera í afneitun. Ég hef verið í áfalli. Ég er skemmd eftir þetta,“ sagði Britney. Hún vill endurheimta sjálfræðið án þess að gangast undir faglegt mat.

„Það hefur margt gerst síðastliðin tvö ár, síðan ég fór seinast fyrir dómstóla, þá var ekkert hlustað á mig.“

„Ég hef gefið út að ég hafi það fínt en það er lygi. Ég er ekki hamingjusöm og ég get ekki sofið. Ég er þunglynd. Ég græt á hverjum degi,“ sagði hún í dag.

Fékk ekki að fjarlægja getnaðarvörnina

Í vitnisburði Britney kom þá fram að hún hafi verið sett á hormónalykkjuna að frumkvæði lögráðamanna, svo hún gæti ekki eignast börn, og henni meinað að fjarlægja hana. Hún kveðst vilja fjarlægja lykkjuna og stækka fjölskylduna ásamt kærasta sínum, Sam Asghari, en Britney ætti enn að geta eignast börn, 39 ára að aldri. Frá þessum anga málsins greinir Independent

Britney var svipt forræði fyrir þrettán árum síðan með dómsúrskurði, þá átti hún að hafa náð botninum og metið að hún hafi þurft á aðstoð að halda. Það kemur á daginn að Britney hefur um árabil mótmælt forræðissviptingunni, þótt hún hafi farið huldu höfði undanfarin ár.

Það varð ekki fyrr en #freebritney hreyfingin varð sífellt meira áberandi, sem hreyfing komst á málið.

Ötull hópur aðdáenda hefur farið fyrir hreyfingunni #freebritney sem hefur …
Ötull hópur aðdáenda hefur farið fyrir hreyfingunni #freebritney sem hefur það einfalda markmið að frelsa Britney undan prísundinni. AFP

Stígur skrefið til fulls

Heimildamynd BBC um sögu Britney var gefin út í vor og sætti nokkurri gagnrýni af hálfu Britney, þar sem BBC skeytti litlu minna um hennar einkalíf en papparassarnir sem héngu dag og nótt fyrir utan húsið hennar þegar framinn stóð sem hæst árið 2007.

Þrátt fyrir þessa gagnrýni virðist öll þessi umfjöllun hafa veitt henni byr undir báða vængi; fyrst um sinn krafðist hún þess að aðrir en faðir hennar færu með forræði yfir henni en eftir málsmeðferðina í dag er ljóst að hún hefur ákveðið að stíga skrefið til fulls og krefjast fulls sjálfræðis. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson