Móðir Spears áhyggjufull

Britney Spears.
Britney Spears. AFP

Lynne Spears, móðir poppstjörnunnar Britney Spears, er með áhyggjur af dóttur sinni. Britney biðlaði til dómstóla í Kaliforníu á miðvikudaginn um að veit henni sjálfræði. Lögmaður Lynne Spears lýsti yfir áhyggjum Lynne Spears eftir að Britney Spears lýsti upplifun sinni í dómssal. 

Gladstone Jones, lögmaður Lynne Spears, hrósaði Britney fyrir hugrekkið að því fram kemur á vef E!. Fyrir hönd Lynne Spears hvatti hún til þess að það yrði hlustað á tónlistarkonuna ólíkt því sem var gert árið 2019 þegar hún fór síðast fyrir dómstóla. Jones lagði til að málinu lyki ekki fyrr en búið væri að búa til almennilegt plan fyrir Britney Spears. Jones lýsti Lynne Spears sem áhyggjufullri móður. 

„Það hef­ur margt gerst síðastliðin tvö ár, síðan ég fór sein­ast fyr­ir dóm­stóla, þá var ekk­ert hlustað á mig,“ sagði Spears í gær. „Ég hef gefið út að ég hafi það fínt en það er lygi. Ég er ekki ham­ingju­söm og ég get ekki sofið. Ég er þung­lynd. Ég græt á hverj­um degi.“

Foreldrar Britney Spears, Lynne og Jamie Spears, skildu árið 2002. Faðir Britney Spears fékk umsjón með Spears þegar hún var svipt sjálfræði árið 2008. 

Britney Spears á sér marga stuðningsmenn.
Britney Spears á sér marga stuðningsmenn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant