Söngvari Blink 182 með krabbamein

Hljómsveitin Blink 182. Mark Hoppus er lengst til vinstri.
Hljómsveitin Blink 182. Mark Hoppus er lengst til vinstri. Skjáskot/Instagram

Mark Hoppus, aðalsöngvari og bassaleikari hjólabrettapönkhljómsveitarinnar Blink 182 frá Kaliforníuríki í Bandaríkjunum, hefur greint frá því á Twitter að hann berjist við krabbamein. Síðustu mánuði hefur hann verið í geislameðferð og segir hann á samfélagsmiðlinum að hann sé hræddur og að þetta sé ömurlegt.

Hljómsveitin skein skærast um árþúsundamótin og var um skeið ein stærsta hljómsveit Bandaríkjana og ruddi braut nýrrar tónlistarstefnu ásamt kanadísku Avril Lavigne og The Offspring sem kennir sig við hjólabrettapönk.

Frægustu lög Blink 182 eru All The Small Things og What's My Age Again?mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þekking er voldugt afl og þú þarft að nýta þekkingu þína betur en þú hefur gert hingað til. Reyndu að komast hjá rifrildi því þetta er ekki góður dagur til slíks.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þekking er voldugt afl og þú þarft að nýta þekkingu þína betur en þú hefur gert hingað til. Reyndu að komast hjá rifrildi því þetta er ekki góður dagur til slíks.