„Það eru ekkert allir góðir við gamla fólkið“

Anna Þóra Björnsdóttir er gestagrínisti í kvöld í Tjarnarbíói á …
Anna Þóra Björnsdóttir er gestagrínisti í kvöld í Tjarnarbíói á lokasýningu Allt í Gangi

Lokasýning uppistandsins Allt í Gangi verður í kvöld í Tjarnarbíói. Sýningin sló í gegn fyrir heimsfaraldur en því miður náðist aldrei að reka lokahnykkinn í sýningarferlið sökum samkomutakmarkana. En nú þegar allar hömlur eru horfnar er ekki seinna vænna en að setja allt í gang í kvöld, gleðjast og hafa gaman. 

Það eru þeir Jóhann Alfreð Kristinsson og Jakob Birgisson sem mynda hið dýnamíska uppistandsdúó í sýningunni Allt í Gangi og í kvöld mun gleraugnasalinn og grínistinn Anna Þóra Björnsdóttir stíga á svið með drengjunum til að gera lokakvöldið ógleymanlegt. Blaðamaður sló á þráðinn til Önnu Þóru en hún rekur gleraugnaverslunina Sjáðu við Hverfisgötu.

„Mér finnst bara ótrúlegt að þessir mögnuðu drengir eru svona góðir við mig. Ég bara tengi ekkert við fólk á mínum aldri, enda stundum alveg hömlulaus. Það er frábært að þeir leyfi mér að vera með, það eru ekkert allir svona góðir við gamla fólkið.“ Segir Anna Þóra.

Anna Þóra kveðst spennt að komast aftur á svið eftir heimsfaraldur og aðspurð við hverju megi búast í kvöld í Tjarnarbíó svarar hún: „Í kvöld mun læðast út púki í mér sem ég hef saknað og hann mun blómstra. Ég hef náð að hemja þennan púka í þessum faraldri en það verður ekki hægt í kvöld. Þetta verður sjokkerandi.“ 

Blaðamaður kveður Önnu Þóru og spyr hana að lokum hvernig viðskiptin ganga þá svarar hún að það er alltaf nóg að gera í gleraugnasölunni og þá sérstaklega í sölu á glampavörn: „Ég er auðvitað íslandsmeistari í sölu á glampavörn.“

Sýningin hefst klukkan 20:00 í kvöld og miðasala fer fram á Tix.is en einnig er hægt að kaupa miða í hurð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson