Daði Freyr og Árný fengu 5,2 milljóna sekt

Þýski leigusali Árnýjar og Daða í Berlín hefur enga miskunn …
Þýski leigusali Árnýjar og Daða í Berlín hefur enga miskunn fyrir óförum Gagnamagnsparsins. skjáskot/Instagram

Gagnamagnsparið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir eiga yfir höfði sér háa sekt vegna vatnsleka úr þvottavél í íbúð sem þau eru með á leigu í Berlín. Síðustu tvo mánuði hefur parið verið frá heimili sínu í Berlín vegna þátttöku Gagnamagnsins í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. 

Árný óskaði í hádeginu í dag eftir aðstoð lögfræðings á facebooksíðunni Berlín, borgin okkar þar sem hún greinir frá atvikinu, en þar segir hún:

„Þvottavélin okkar lak á meðan við vorum heima á Íslandi (lak í tvo mánuði áður en það fattaðist). Vatnslekinn náði niður tvær hæðir og triggeraði gamlan (að minnsta kosti 3 til 5 ára) myglusvepp sem geisar nú í þrem íbúðum. Við vorum nýlega flutt og ekki með heimilistryggingar. Okkur var sagt af nágranna sem sá um íbúðina á meðan við vorum á Íslandi að þetta væri að minnsta kosti að hluta tryggt af leiguverðinu. Erum búin að reyna að hafa samband við húseiganda og leigumiðlara án svara og þau demba á okkur 35.000 evra skuld án fyrirvara.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu fyrst og fremst sannur í samskiptum þínum við aðra og gættu þess að lofa ekki upp í ermina á þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu fyrst og fremst sannur í samskiptum þínum við aðra og gættu þess að lofa ekki upp í ermina á þér.