„Mig langar að gera allt“

,,Mig langar að gera allt, stundum langar mig að vera á mörgum stöðum í einu og ég vil ekki missa af neinu. Það hefur alltaf verið markmiðið mitt að læra eitthvað nýtt, það er leikur að læra. Síðan koma tækifærin og ég er opinn fyrir þeim,“ segir Jón Sigurður Gunnarsson, betur þekktur sem Nonni, en hann er gestur Dóru Júlíu í Dagmálsþætti dagsins.

Nonni hefur lengi vel verið með marga bolta á lofti en ásamt því að vera afreksmaður í fimleikum og sirkuslistamaður er hann með stúdentspróf úr MR og stundar tónlistarnám við Listaháskóla Íslands. Hann segir gott skipulag vera lykil að sínu lífi og mætir alltaf, þrátt fyrir að mæta seint.

„Maður byrjar að gera svolítið mikið stundum. Í menntaskóla var ótrúlega mikið að gera, maður þarf að skipuleggja sig rosa vel. Þegar ég er að gera mikið þá mæti ég stundum seint en ég mæti samt. Það er svolítið mikilvægt, ef þú ætlar að ná árangri í einhverju, að þú mætir og gerir það, ekki beila.“

Dag­mál eru streym­isþætt­ir Morg­un­blaðsins á net­inu, opn­ir öll­um áskrif­end­um blaðsins. Viðtalið við Nonna er að finna hér. Einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant