Sló til og gekk í sirkus

Jón Sigurður Gunnarsson, betur þekktur sem Nonni, er mikil ævintýramanneskja sem hefur upplifað ýmislegt spennandi. Nonni hefur verið á fullum krafti í fimleikum frá því hann man eftir sér og síðastliðin ár hefur sirkuslistin einnig átt stóran hlut í lífi hans, en hann starfaði meðal annars með sirkus á Nýja-Sjálandi árið 2018.

„Sirkusinn opnaði stórar dyr. Árið 2017 fékk ég það tækifæri að sækja um í sirkus á Nýja-Sjálandi en Sirkus Íslands var með tengsl þar á milli,“ segir Nonni. Sirkuslistamaður að nafni Matthias frá Nýja-Sjálandi starfaði um tíma með Sirkus Íslands og var mikill reynslubolti á sviði sirkuslista. Nonni segir hann vera skemmtilegan trúð en fjölskylda Matthiasar er frá Nýja-Sjálandi og rekur sirkus þar.

Nonni sló til, sótti um hjá sirkusnum og fékk inngöngu. Árið 2018 ferðaðist hann því hinum megin á hnöttinn þar sem hann eyddi 6 mánuðum þar sem hann kynntist ýmsum æðislegum furðufuglum að eigin sögn. Reynslan hafi verið frábær en þó hafi þetta verið mikil og erfið vinna. „Við vorum að ferðast vikulega með sirkustjald. Þetta var 9 manna hópur, eins og fellowship of the ring á Nýja-Sjálandi, og ég var einn af hobbitunum,“ segir Nonni og vitnar í Lord of The Rings.

Nýja-Sjáland segir hann hafa verið ótrúlega fallegt, svipað Íslandi nema meira af grænum svæðum. Þau keyrðu um á húsbíl með sirkustjaldið með sér sem þau þurftu að setja upp á hverjum stað fyrir sýningu og var sú vinna ansi erfið. Á Nýja-Sjálandi er vinstri umferð en það stoppaði Nonna ekki frá því að vera bílstjórinn. Í myndskeiðinu hér að ofan segir Nonni frá sirkusreynslunni.

Nonni hef­ur lengi vel verið með marga bolta á lofti en ásamt því að vera af­reksmaður í fim­leik­um og sirku­slistamaður er hann með stúd­ents­próf úr MR og stund­ar tón­list­ar­nám við Lista­há­skóla Íslands. Hann seg­ir gott skipu­lag vera lyk­il að sínu lífi og mæt­ir alltaf, þrátt fyr­ir að mæta seint.

Dag­mál eru streym­isþætt­ir Morg­un­blaðsins á net­inu, opn­ir öll­um áskrif­end­um blaðsins. Viðtalið við Nonna í heild sinni er að finna hér. Einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant