Cosby heldur enn fram sakleysi sínu

Bill Cosby og lögmaður hans Jennifer Bonjean fyrir utan heimili …
Bill Cosby og lögmaður hans Jennifer Bonjean fyrir utan heimili hans í gær eftir að hann losnaði úr fangelsi. AFP

Leikarinn Bill Cosby lýsti yfir sakleysi sínu í tísti í gær eftir að hann losnaði úr fangelsi. Dómstólar í Bandaríkjunum ógiltu dóm yfir leikaranum í gær en hann var dæmdur í 3 til 10 ára fangelsi árið 2018 fyrir að byrla konu og beita hana kynferðisofbeldi árið 2004.

„Ég hef aldrei breytt afstöðu minni né sögu minni. Ég hef alltaf haldið fram sakleysi mínu. Ég vil senda þakkir til allra aðdáenda minna, stuðningsmanna og vina sem hafa staðið með mér í gegnum þessa þrekraun,“ skrifaði Cosby á Twitter

Fleiri en sextíu konur hafa sakað Cosby um að hafa beitt þær kynferðisofbeldi en aðeins ein kæra, kæra Andreu Constand, var tekin upp fyrir dómi þar sem fyriningarfrestur hinna málanna var liðinn. 

Ákvörðun hæstarétts Pennsylvaníuríkis í gær hefur vakið mikla reiði. Constand sagði í tilkynningu í gær að ákvörðun dómstóla væru mikil vonbrigði og gætu haft fælingarmátt og að fórnarlömb kynferðisofbeldis myndu síður stíga fram.

„Hann er ekki saklaus“

Lise-Lotte Lublin, sem sakaði Cosby um að hafa byrlað sér og beitt sig kynferðislegu ofbeldi árið 1989, segir að þó dómstólar hafi ógilt dóminn yfir honum þýði það ekki að hann sé saklaus. 

„Hann er ekki saklaus. Hann er alræmdur nauðgari og hann komst upp með það. Þetta þýðir bara að eitthvað fór úrskeiðis í kerfinu,“ sagði Lublin í viðtali við CNN í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson