Sviptingar í máli Britney

Bessemer Trust hefur óskað eftir því að fara ekki með …
Bessemer Trust hefur óskað eftir því að fara ekki með umboð fyrir fjármálum Britney Spears. AFP

Segja má að nokkrar sviptingar séu að eiga sér stað í sjálfræðisbaráttu Britney Spears þar sem fyrirtækið sem hefur farið með umboð yfir fjármálum Britney hefur óskað eftir því að falla frá fyrirkomulaginu.

Fyrirtækið segist ekki hafa vitað af því að Britney væri mótfallin sjálfræðissviptingunni, að því er fram kemur í frétt USA Today Entertainment. Fyrirtækið heldur utan um fjármál Britney ásamt föður hennar, Jamie Spears. 

Eins og flestum er kunnugt mótmælti Britney fyrirkomulaginu harðlega fyrir rétti hinn 23. júní síðastliðinn. 

Í erindi fyrirtækisins kemur fram að eftir vitnisburð Britney hafi það orðið vart við andstöðu hennar gegn sjálfræðissviptingunni: „Við hlustum á hana og virðum hennar óskir,“ segir í erindinu. 

Taki dómstólar ósk fyrirtækisins til greina er óljóst hvort Jamie Spears muni sjá einn um ríkidæmi Britney, sem nemur næstum 60 milljónum dollara eða sjö milljörðum íslenskra króna.

Bessemer Trust er umboðsfyrirtæki hinna ríku og hefur umsjá með fjármunum og eignum að andvirði margra milljarða króna.

Gömlu beiðninni hafnað

Britney Spears hafði í lok síðasta árs óskað eftir því að faðir hennar færi ekki lengur með umsjón yfir fjármálum hennar og Bessemer Trust tæki algerlega yfir en því var hafnað fyrir dómi nú fyrir skemmstu.

Dómstólar voru þá ekki að hafna því að Britney fengi fullt sjálfræði líkt og hún óskaði eftir þann 23. júní, að sögn Elvu Bjarkar Ágústsdóttur ófomlegs formanns Aðdáendaklúbbs Britney á Íslandi. Óljóst er hvort sú beiðni sé yfirhöfuð farin í gegn en Britney ber engu að síður vitni fyrir dómi hinn 14 . júlí næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler