Heitasta tónlistarparið gekk í hjónaband

Gwen Stefani og Blake Shelton gengu í hjónaband um helgina.
Gwen Stefani og Blake Shelton gengu í hjónaband um helgina. AFP

Tónlistarparið heimsfræga, Gwen Stefani og Blake Shelton, gekk í hjónaband á laugardaginn. Beðið hefur verið eftir brúðkaupinu í Bandaríkjunum með mikilli eftirvæntingu enda stjörnurnar meðal þeirra vinsælustu þar í landi. 

Brúðkaupið var smátt í sniðum og fór fram á búgarði Shelton í Oklahoma að því fram kemur á vef Page Six. Áður höfðu verið fluttar fréttir af áformum Shelton að kvænast Stefani á búgarðinum. Hann lét meðal annars byggja litla kirkju fyrir tilefnið. 

Stef­ani og Shelt­on hafa verið sam­an síðan í nóv­em­ber 2015 en þau voru þá ný­skil­in. Shelt­on og fyrr­ver­andi eig­in­kona hans, Mir­anda Lambert, skildu í júlí 2015. Stef­ani hætti hins veg­ar með fyrr­ver­andi eig­in­manni sín­um, Gavin Ross­dale, í ág­úst 2015 en skilnaður­inn gekk ekki form­lega í gegn fyrr en í apríl 2016.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.