Aldrei verið betri með Affleck

Jennifer Lopez er ánægð með lífið.
Jennifer Lopez er ánægð með lífið. AFP

Leik- og söngkonan Jennifer Lopez segist aldrei hafa verið betri. Ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan hún og hafnaboltastjarnan Alex Rodriguez hættu saman. Fljótlega eftir það byrjaði hún að hitta leikarann Ben Affleck eftir 17 ára aðskilnað. Hefur það líklega eitthvað að gera með alla hamingjuna. 

„Ég er ótrúlega hamingjusöm. Ég veit að fólk er alltaf að velta fyrir sér: Hvernig ertu? Hvað er í gengi? Er í lagi með þig? Þetta er staðan. Ég hef aldrei verið betri,“ sagði Lopez í viðtali streymisveituna Apple Music að því fram kemur á vef E. 

„Ég vil að fólkið sem þykir vænt um mig viti, af því mér þykir svo vænt um það, að ég er á þeim stað í lífinu að mér líður vel einni,“ sagði hin 51 árs gamla Lopez. „Þegar þú ert komin á þann stað gerast ótrúlegir hlutir sem þú hefðir aldrei getað ímyndað þér að ættu eftir að gerast aftur. Þar er ég stödd.“

Stjarnan nefndi ekki Affleck á nafn en sagði að hún vildi að allir vissu að hún nyti sín í botn. „Þetta er besti tími lífs míns,“ sagði Lopez.

Ben Affleck.
Ben Affleck. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Vertu óhræddur við að þiggja aðstoð þeirra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Vertu óhræddur við að þiggja aðstoð þeirra.