Stofnaði útvarpsstöð 12 ára

Siggi Gunnars, útvarps- og tónlistarstjóri K100, hefur verið í fjölmiðlabransanum ansi lengi þrátt fyrir ungan aldur. 12 ára stofnaði Siggi sína fyrstu útvarpsstöð eftir stífar æfingar heima fyrir og var það útvarpsstöðin Jólahjól 104,9. Siggi er mikið jólabarn og tókst honum þarna að sameina tvær ástríður. 20 árum síðar er Siggi ennþá í útvarpi af fullum krafti og fer ástríðan ekki minnkandi.

Út frá útvarpsstöðinni Jólahjól fékk Siggi svo þætti á „lókal“ útvarpsstöð fyrir norðan en Siggi er alinn upp á Akureyri. Hann útskrifaðist úr VMA og fór þaðan í fjölmiðlafræði en ásamt náminu var hann alltaf á hliðarlínunni í útvarpi fyrir stöðvar eins og N4 og Kanann á sínum tíma. „Því hef ég alltaf verið viðloðandi fjölmiðla, síðan ég var 12 ára!“

Sigurður Þorri Gunnarsson er með mastersgráðu í útvarpsfræðum og vinnur sem útvarps- og tónlistarstjóri hjá K100. Ásamt því að hækka daglega í gleðinni kennir Siggi svokallaða partíspinningtíma, starfar sem skemmtikraftur og lýsir sjálfum sér sem lífsglöðum tilfinningabolta með utanáliggjandi taugakerfi.

Siggi kom í viðtal til Dóru Júlíu í Dagmálum. Þau ræddu um útvarpsstarfið, hvenær ástríðan fyrir útvarpinu kviknaði og hvernig það þróaðist svo í að hann yrði útvarpsstjóri á einni stærstu útvarpsstöð landsins, lífið og tilveruna, lífsgleðina og margt fleira skemmtilegt.

Dagmálaþættirnir eru opn­ir áskrif­end­um Morgunblaðsins. Viðtalið er að finna hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler