Aldursbilið skiptir Fox engu máli

Leikkonan Megan Fox er í sambandi með rapparanum Machine Gun …
Leikkonan Megan Fox er í sambandi með rapparanum Machine Gun Kelly. AFP

Leikkonan Megan Fox kennir feðraveldinu um þá tilhneigingu fólks að fetta fingur út í það að kærasti hennar, rapparinn Machine Gun Kelly, er fjórum árum yngri en hún. Parið kynntist fyrst í maí á síðasta ári og opinberaði samband sitt í júlí sama ár. 

Í viðtali við InStyle sagði Fox það frekar glatað að fólk væri alltaf að benda á að hún væri með yngri manni. 

„Viltu tala um feðraveldið? Þá staðreynd að hann er fjórum árum yngri en ég og fólk vill láta eins og ég sé með yngri manni. Hann er 31 og ég er 35 ára. Ókei, hann hefur hagað sér eins og hann sé 19 ára allt sitt líf, en hann er ekki 19 ára,“ sagði leikkonan. 

Hún bætti því við að aldursbilið myndi ekki vera stórmál fyrir gagnrýnendur hennar ef um væri að ræða karlkyns stjörnur. 

„Enginn myndi depla auga ef George Clooney væri með einhverri sem er fjórum árum yngri. Fjögur ár? Fokkaðu þér. Við hefðum verið í framhaldsskóla saman. Það er svo fáránlegt að það skuli vera komið svona fram við konur.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að þú látir ekki erfiðleika þína bitna á þínum nánustu. Líttu í kringum þig og sjáðu að margur er verr staddur en þú svo þú hefur ástæðu til þess að una glaður við þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að þú látir ekki erfiðleika þína bitna á þínum nánustu. Líttu í kringum þig og sjáðu að margur er verr staddur en þú svo þú hefur ástæðu til þess að una glaður við þitt.