Jói og Nova kynna fyrsta rafræna matarklippikortið á Íslandi

Jóhannes Ásbjörnsson og Margrét Tryggvadóttir.
Jóhannes Ásbjörnsson og Margrét Tryggvadóttir.

MatarKlipp er fyrsta rafræna matarklippikortið á Íslandi. MatarKlippið er keypt í Novaappinu og inniheldur fjórar máltíðir á 5.990 kr., og hægt er að nota það á 14 veitingastöðum Gleðipinna. „Við höfum verið í frábæru samstarfi við Nova í gegnum árin.Þau eru eins og allir vita afskaplega skemmtileg og MatarKlipp hugmyndin fæddist úr þeim jarðvegi,” segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna.

„Við hjá Nova viljum einfalda viðskiptavinum okkar lífið og tryggja að allir fái besta dílinn hverju sinni. Við viljum vera í farabroddi að bjóða upp á skemmtilegar nýjungar og snjallarlausnir fyrir okkar viðskiptavini í gegnum Nova appið og höfum átt gott samstarf með fyrirtækjum á borð við Hopp, Tix.is og YAY. Nú tökum við dansinn með Gleðipinnum en samstarfið hefur verið einstaklega hressandi og MatarKlipp er girnilegur afrakstur þess,“ segir Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova.

Eitthvað fyrir alla á 14 veitingastöðum

Morthens á Fabrikkunni, Hunangshollustvefja á Saffran og Andalærispizza á Blackbox, eru á meðal þeirra rétta sem viðskiptavinir Nova geta gætt sér á með MatarKlippinu. MatarKlippið gildir á eftirtöldum veitingastöðum Gleðipinna: Hamborgarafabrikkan, Blackbox, Saffran, American Style, Shake&Pizza, Eldsmiðjan, Pítan og Hamborgarafabrikkan og Blackbox á Akureyri, sem eru undir sama þaki á jarðhæð Hótel KEA.

Klippikortið gildir á 14 veitingastöðum.
Klippikortið gildir á 14 veitingastöðum.
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvaðeina sem þú festir kaup á í dag verður hagnýtt, á góðu verði og mun að líkindum endast um langan aldur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvaðeina sem þú festir kaup á í dag verður hagnýtt, á góðu verði og mun að líkindum endast um langan aldur.