Slær sér upp með 38 árum yngri manni

Sharon Stone og RMR eru að stinga saman nefjum.
Sharon Stone og RMR eru að stinga saman nefjum. Samsett mynd

Leikkonan Sharon Stone er nú sögð vera að slá sér upp með rapparanum RMR. Stone og rapparinn hafa sést víða í Los Angeles-borg undanfarnar vikurnar. 

Athygli vekur að 38 ára aldursmunur er á Stone og RMR; hún er 63 ára en hann 25 ára. 

RMR er rísandi stjarna í rappheiminum vestanhafs og er þekktur fyrir að fela andlit sitt með lambhúshettu. Þá er hann einnig þekktur fyrir að vera með gullgrill í tönnunum. 

RMR er sagður vera með stjörnur í augunum yfir Stone, sem á að baki langan feril í Hollywood. 

Parið sást á vinsælum skemmtistað í borginni um helgina þar sem þau dönsuðu við hipphopptónlist. 

„Þau njóta þess að vera saman núna og eyða tíma saman. Þau skemmta sér mjög vel. Þau eru á sömu bylgjulengd og þetta er einstök vinátta,“ sagði heimildamaður Page Six um málið. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að komast hjá því að verkefnaskrá þín lengist í dag. Taktu ekki of mikið mark á hugsunum þínum í dag því þær markast af skorti á sjálfstrausti.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að komast hjá því að verkefnaskrá þín lengist í dag. Taktu ekki of mikið mark á hugsunum þínum í dag því þær markast af skorti á sjálfstrausti.