Hollywoodstjarna leitar í íslenskar rætur

Liam Neeson.
Liam Neeson. AFP

Hasarleikarinn Liam Neeson segist hafa tengst íslenskum rótum sínum við tökur á nýjustu mynd sinni Hálka á þjóðveginum eða The Ice Road, en Neeson leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni sem gerist í Íslendingabænum Gimli í Manitobafylki í Kanada. Leikarinn sagði að sér hefði liðið mjög vel í Gimli þar sem myndin var tekin upp, „eins og vera kominn heim“.

Myndin fjallar um flutningabílstjóra sem lendir í erfiðum aðstæðum í mikilli hálku á þjóðvegi í Manitoba. Þegar fréttamiðillinn CBC ræddi við Neeson sagði hann tvennt hafi staðið upp úr við gerð myndarinnar: „Í fyrsta lagi ætla ég að benda á hið augljósa. Það var hrikalega kalt, ég hef aldrei upplifað svona mikinn kulda,“ sagði Neeson um aðstæður á frosnu Winnipegvatni þar sem myndin var að hluta til tekin upp.

En það var annað sem stóð upp úr og það snerti leikarann á persónulegri og jákvæðari máta. Neeson segist eiga ættir að rekja til víkinga og honum fannst eins og hann væri „kominn heim“ í bænum Gimli sem hefur sterk tengsl við Ísland en árið 1875 fengu Íslendingar sem fluttu vestur um haf að stofna þar eins konar sjálfstjórnarnýlendu sem þeir kölluðu Nýja-Ísland. 

„Jafnvel þegar við unnum langar vaktir leið mér líkt og ég væri á heimavelli. Fólkið í Gimli var gott og göfugt og hluti af mér vildi ekki yfirgefa staðinn þrátt fyrir að við kæmum aftur þangað síðar,“ sagði Neeson.

Frétt CBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson