Birgitta Líf kemst ekki inn á Instagram

Birgitta Líf opnaði klúbb á Bankastræti á dögunum. Nú standa …
Birgitta Líf opnaði klúbb á Bankastræti á dögunum. Nú standa dyr Instagram henni lokaðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brotist hefur verið inn á Instagram-síðu Birgittu Lífar Björnsdóttur, áhrifavalds, athafnakonu og markaðsstjóra og hún kemst ekki inn. 

Þessu greinir hún frá í færslu í hópnum Markaðsnördum á Facebook en þar spyr hún hvort einhver sé með tengilið hjá Instagram eða Facebook svo hún nái að endurheimta síðuna frá tölvusnápnum sem nú heldur síðunni í gíslingu.

„Ég er bara að reyna að svara öllum og gera það sem allir eru að stinga upp á,“ segir hún í samtali við mbl.is en fólk inni á Markaðsnördum hefur þegar brugðist við og rétt fram sína hjálparhönd.

„Ég er að reyna að fá tengilið úti hjá Instagram. Það virðist eiginlega vera eina lausnin,“ segir hún.

Þetta skjáskot birti Birgitta Líf í kvöld. Ljóst er að …
Þetta skjáskot birti Birgitta Líf í kvöld. Ljóst er að eitthvað er ekki eins og það á að vera.

Vinkonur hennar, sem einnig eru áhrifavaldar, til að mynda Kristín Pétursdóttir, hafa lent í því sama. Þær halda nú úti hópsamtali þar sem þær deila ráðum.

„Þær fengu einhver skilaboð og það er allt sami aðili. Ég fékk ekki neitt, mitt bara lokaðist.“

Meira í lífinu en Instagram

„Ég talaði við Guðrúnu [GDRN] í gær en þá var ég að reyna að hjálpa Kristínu. Hún sagði hvað virkaði fyrir Bríeti,“ segir Birgitta en fyrir um hálfu ári lenti söngkonan Bríet í sömu stöðu en tókst að endurheimta Instagram-reikninginn um það bil viku seinna.

Þær hafa allar fyllt út eyðublað frá Instagram og sent myndir til sönnunar því að þetta séu þær. Þá er Birgitta með tengilið úti í New York sem nú er að hjálpa henni.

„Maður verður bara eitthvað að ýta á eftir þessu.“

Spurð hvernig henni líði vegna þessa alls, segist hún vera róleg. „Þetta er bara óþægilegt og leiðinlegt,“ segir hún. „Það er meira í lífinu en Instagram.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant