Vilhjálmur fordæmir kynþáttaníð í kjölfar tapsins

Vilhjálmur Bretaprins var staddur á leiknum í gær.
Vilhjálmur Bretaprins var staddur á leiknum í gær. AFP

Vilhjálmur Bretaprins fordæmir þá umræðu sem hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum í kjölfar taps enska landsliðsins á Evrópumeistarmóti karla í fótbolta í gærkvöldi. Kynþáttaníðið hefur beinst að þeim leikmönnum sem ekki skoruðu í vítaspyrnukeppninni. 

Prinsinn sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun þar sem hann segir þessi viðbrögð algjörlega óviðunandi. 

„Það vekur ógleði hjá mér að verða vitni að því kynþáttaníði sem beint var að leikmönnum enska landsliðsins eftir leikinn í gærkvöldi. Þetta er algjörlega óviðunandi að leikmennirnir þurfi að þola þessa hegðun. Þetta verður að hætta og allir þeir sem hafa tekið þátt í því þurfa að bera ábyrgð á þessari viðbjóðslegu hegðun,“ skrifaði prinsinn á Twitter. 

Marcus Rash­ford, Jadon Sancho og Bukayo Saka skoruðu ekki úr víta­spyrn­um sín­um í gær og urðu þeir fyr­ir kynþátt­aníði á twitter- og in­sta­gramsíðum sín­um í kjöl­farið. Þar sendi fjöldi fólks þeim apa-lynd­is­tákn (e. emoji) og aðrir sendu þeim niðrandi skila­boð og notuðu kynþátta­for­dóma til þess að kenna þre­menn­ing­un­um um ósig­ur­inn.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sömuleiðis fordæmt hegðun stuðningsmannanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson