Jón Jónsson næstur í röðinni?

kingsanchezx birti skjáskot af reikningi Jóns Jónssonar í dag.
kingsanchezx birti skjáskot af reikningi Jóns Jónssonar í dag. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson gæti orðið næsta fórnarlamb netárása ef marka má story á Instagram-reikningi kingsanchezx. Kingsanchezx setti skjáskot af síðu Jóns í story, merkti hann og skrifaði „Hæ“. DV greindi fyrst frá.

Fjöldi íslenskra áhrifavalda hefur síðastliðna sólarhringa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum. Þrjótarnir hafa hakkað sig inn á Instagram-síður áhrifavaldanna og reynt að hafa fé af þeim og ástvinum þeirra gegn því að skila reikningunum. Enginn áhrifavaldanna hefur endurheimt reikning sinn. 

Talið er að umræddur reikningur kingsanchezx standi að baki árásunum en hann sýndi frá því síðdegis í gær þegar hann lokaði reikningi athafnakonunnar Birgittu Lífar Björnsdóttur. Þá hefur hann birt skjáskot af reikningi tilvonandi fórnarlambs.

Nökkvi Fjalar Orrason, samfélagsmiðlasérfræðingur og eigandi umboðsskrifstofunnar Swipe Media, lýsti þessum árásum við bankarán á 21. öldinni í viðtali við mbl.is fyrr í dag. Oft hefur mikil vinna lögð í reikningana og eru þeir í einhverjum tilvikum eina tekjulind viðkomandi áhrifavalds. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu fyrst og fremst sannur í samskiptum þínum við aðra og gættu þess að lofa ekki upp í ermina á þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu fyrst og fremst sannur í samskiptum þínum við aðra og gættu þess að lofa ekki upp í ermina á þér.