Ofurfyrirsæta með nýjan kærasta

Bella Hadid.
Bella Hadid. AFP

Bandaríska ofurfyrirsætan Bella Hadid er ástfangin og óhrædd við að deila því með heiminum. Nýi maðurinn í lífi Hadid heitir Marc Kalman en Hadid birti óljósa mynd af honum á instagramsíðu sinni á dögunum. 

Kalman er listrænn stjórnandi og hannar meðal annars fyrir rapparann Travis Scott, til að mynda plötuumslög og vörur sem voru til sölu á tónleikum. Hann hefur einnig hannað föt fyrir japanska merkið A Bathing Ape. 

Ofurfyrirsætan byrjaði að hitta Kalman í vor að því er fram kemur á vef E!. Fyrirsætan er sögð yfir sig hrifin af kærastanum. Þau eru sögð hafa reynt að halda sambandinu út af fyrir sig. „Nú er sambandið orðið alvarlegra,“ sagði heimildarmaður. „Hún er svo hamingjusöm.“

View this post on Instagram

A post shared by Bella 🦋 (@bellahadid)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður þínar við vini þína og kunningja verða líflegar og uppörvandi. Fólk er ekki að reyna að ergja þig þó að það geri mistök.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður þínar við vini þína og kunningja verða líflegar og uppörvandi. Fólk er ekki að reyna að ergja þig þó að það geri mistök.