Heimili gítarleikara Queen á floti

Brian May lengst til vinstri. Heimili hans varð fyrir vatnstjóni …
Brian May lengst til vinstri. Heimili hans varð fyrir vatnstjóni á dögunum. AFP

Heimili Brians May, gítarleikara rokkhljómsveitarinnar Queen, varð fyrir miklu vatnstjóni í kjölfar mikils úrhellis í Lundúnum síðustu daga. Flætt hefur upp úr niðurföllum og skólpkerfi borgarinnar.

Gítarleikarinn birti myndir og myndband á samfélagsmiðlinum Instagram sem sýnir hvernig heimili hans í Kensington-hverfi í Lundúnum liggur undir skemmdum. May skrifar texta með færsluna þar sem hann sendir Konunglega hverfaráðinu í Kensington og Chelsea kaldar kveðjur.

„Þetta er viðbjóðslegt og mikið tilfinningalegt áfall. Okkur líður eins og það hafi verið gerð innrás og heimilið okkar afmáð. Í kjallaranum geymdi konan mín ýmsa hluti sem skipta okkar minningar miklu máli og nýverið hafði ég sett barnamyndir þangað niður. Þetta er allt ónýtt.“ 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson