Kryddpía gift eftir áratuga langt samband

Jade Jones og Emma Bunton eru gift.
Jade Jones og Emma Bunton eru gift. Skjáskot/Instagram

Kryddpían Emma Bunton giftist kærasta sínum, tónlistarmanninum Jade Jones, við látlausa athöfn á dögunum. Stórstjarnan deildi gleðitíðindunum á Instagram í vikunni og birti brúðkaupsmynd af sér og nýbökuðum eiginmanni. Hjónin hafa verið saman í yfir 20 ár en fyrstu árin voru stormasöm.

Söngkonan er 45 ára og Jones er 42 ára. Þau byrjuðu fyrst saman árið 1998 en hættu saman ári seinna. Þau áttu eftir að hætta saman einu sinni enn áður en þau byrjuðu saman aftur 2004. Þau trúlofuðu sig árið 2011, sama ár og þau eignuðust yngri son sinn. 

„Herra og frú Jones,“ skrifaði Bunton á Instagram. Kryddpíurnar Victoria Beckham, Mel B og Mel C voru meðal þeirra sem óskuðu hjónunum til hamingju. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að þú látir ekki erfiðleika þína bitna á þínum nánustu. Líttu í kringum þig og sjáðu að margur er verr staddur en þú svo þú hefur ástæðu til þess að una glaður við þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að þú látir ekki erfiðleika þína bitna á þínum nánustu. Líttu í kringum þig og sjáðu að margur er verr staddur en þú svo þú hefur ástæðu til þess að una glaður við þitt.