Fékk loksins Emmy-tilnefningu fyrir Friends

Courteney Cox fékk loksins Emmy-verðlaunatilnefningu fyrir Friends.
Courteney Cox fékk loksins Emmy-verðlaunatilnefningu fyrir Friends. AFP

Leikkonan Courteney Cox getur nú andað léttar eftir að hún var að lokum tilnefnd til Emmy-verðlaunanna fyrir þættina Friends. Cox fór með hlutverk Monicu Geller í þáttunum en hlaut aldrei tilnefningu fyrir hlutverk sitt, fyrr en nú.

Flestir meðlimir þáttanna hlutu tilnefningu þegar þættirnir voru í sýningu á árunum 1994 til 2004 en alls hlutu þættirnir 62 tilnefningar.  

Þátturinn Friends: The Reunion hlaut fjórar tilnefningar til Emmy-verðlaunanna í vikunni, þar á meðal í flokknum yfir bestu sérþættina og bestu þættina sem voru teknir upp fyrir fram. 

Cox var titluð sem einn af framleiðendum endurkomuþáttarins og hlýtur þar loksins tilnefninguna. 

Mótleikkonur Cox, Lisa Kudrow og Jennifer Aniston, hlutu báðar fjölda tilnefninga fyrir hlutverk sín í Friends á sínum tíma. Kudrow vann í flokki leikkonu í aukahlutverki í gamanþáttum og Aniston sem leikkona í aðalhlutverki í gamanþáttum.

Þeir Matt LeBlanc, Matthew Perry og David Schwimmer hlutu allir tilnefningu á sínum tíma líka. 

Cox ræddi um tilnefningaþurrðina í viðtali í The Howard Stern Show í síðasta mánuði þar sem hún sagðist alltaf hafa verið pínu sár en samglaðst vinum sínum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.