Loksins skilin við Weinstein

Harvey Weinstein og Georgina Chapman eru loks formlega skilin.
Harvey Weinstein og Georgina Chapman eru loks formlega skilin. AFP

Tískuhönnuðurinn Georgina Chapman er loksins skilin við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Skilnaðurinn gekk formlega í gegn í vikunni. 

Chapman sótti um skilnað við Weinstein árið 2017 eftir að fjöldi kvenna sakaði hann um kynferðisofbeldi og áreitni. Þau gengu í það heilaga árið 2007 eftir að hafa kynnst í partíi. Hjónin fyrrverandi eiga tvö börn saman; Indiu 10 ára og Dashiell 8 ára. 

Þau náðu samkomulagi í janúar 2018 um forræði yfir börnum sínum, en Chapman fer með það. Þá náðist einnig samkomulag um að hann greiddi henni á bilinu 15 til 20 milljónir bandaríkjadala við skilnaðinn. 

Chapman hefur verið í sambandi með leikaranum Adrien Brody síðastliðin tvö ár á meðan skilnaðurinn hefur mallað í dómskerfinu. 

Page Six

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.