Dýrið verðlaunað í Cannes

Noomi Rapace fer með aðalhlutverk í myndinni.
Noomi Rapace fer með aðalhlutverk í myndinni. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut verðlaunin „Prize of Originality“, eða frumlegasta myndin, á kvikmyndahátíðinni í Cannes nú í kvöld. Verðlaunin eru hluti af Un Certain Regard flokki hátíðarinnar, en flokkurinn er þá hluti af aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.

Hrönn Kristinsdóttir, framleiðandi myndarinnar, segir stemminguna í hópnum gríðarlega góða. „Við vorum öll hérna á fremstu bekkjum þegar að verðlaunin voru tilkynnt, og það eru allir bara svakalega kátir.“ Spurð hvort um sé að ræða mikla viðurkenningu fyrir hópinn segir Hrönn: „jú alveg tryllt viðurkenning fyrir okkur.“

f.v. Sara Nassim framleiðandi, Valdimar Jóhannsson leikstjóri, Hrönn Kristinsdóttir framleiðandi …
f.v. Sara Nassim framleiðandi, Valdimar Jóhannsson leikstjóri, Hrönn Kristinsdóttir framleiðandi og Elo Arenson kvikmyndatökumaður. Ljósmynd/Aðsend

Dýrið er íslensk kvikmynd í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar, en hún segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari. Saman búa þau í fögrum en afskekktum dal. Þegar að dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau hjónin að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Þá segir Hrönn kjarnaþemu myndarinnar vera missir, og hvernig fólk tekst á við hann.

Myndin var tekin upp í Hörgársveit og eins og áður kom fram leikstýrir Valdimar Jóhannsson myndinni, en hann skrifaði einnig handrit myndarinnar í samvinnu við Sjón. Með aðalhlutverk fer sænska leikkonan Noomi Rapace, en bjó á Íslandi sem barn og er þetta fyrsta hlutverk hennar á íslensku. Hilmir Snær Guðnason fer þá með einnig með aðalhlutverk í myndinni.

Dýrið verður frumsýnd í kvikmyndahúsum hérlendis í byrjun september.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.