Tónleikar Skunk Anansie færðir enn og aftur

Hljómsveitin Skunk Anansie.
Hljómsveitin Skunk Anansie. Ljósmynd/Nordic Live Event

Tónleikar brit-rokksveitarinnar Skunk Anansie sem fram eiga að fara í Laugardalshöll í nóvember næstkomandi hafa verið færðir fram í apríl 2022. Sveitin hefur tvisvar áður þurft að fresta tónleikum sínum hér á landi, sem eru hluti af tónleikaverðalagi sveitarinnar um Evrópu, vegna kórónuveirunnar. 

Tónleikarnir eru í þetta sinn þó ekki færðir vegna veirunnar, heldur vegna þess að söngkona sveitarinnar, Skin, á von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni Rayne Baron. 

Fram kemur í tilkynningu frá Nordic Live Event að miðahafar eru hvattir til að halda miðum sínum fyrir nýja dagsetningu og styðja þannig við viðburðahald á Íslandi. Miðarnir gilda sjálfkrafa áfram á nýrri dagsetningu og ekkert þarf að aðhafast. 

Ef ný dagsetning hentar ekki geta miðahafar óskað eftir endurgreiðslu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant