Tveir menn fundust látnir í Versace villunni

Tveir karlmenn fundust látnir í Versace villunni í Miamiborg í …
Tveir karlmenn fundust látnir í Versace villunni í Miamiborg í Flórída. Ljósmynd/Wikipedia.org

Tveir karlmenn fundust látnir inni í Versace villunni í Miami í Flórída á miðvikudag. Lögregla var kölluð til að heimili Gianni Versace heitins um hádegi á miðvikudag eftir að heimilishjálpin fann lík tveggja karlmanna á heimilinu. 

Samkvæmt talsmanni lögreglunnar í Miami, Ernesto Rodriguez, voru mennirnir skotnir til bana. Fyrstu niðurstöður lögreglu benda til þess að um væri að ræða einhverskonar tvöfalt sjálfsvíg en að röð atburða væri ekki komin í ljós. Rannsókn lögreglu er þó á frumstigi og á eftir að staðfesta formlega banamein mannanna og röð atvika.

Í gær, fimmtudag, voru 24 ár liðin frá því að tískuhönnuðurinn Gianni Versace var skotinn til bana af Andrew Cunanan. Cunanan var raðmorðingi sem myrti að minnsta kosti fimm manns á nokkurra mánaða tímabili. Eitt fórnarlamba hans var Versace. Cunanan tók sitt eigið líf átta dögum eftir að hann hafði myrt Versace. 

Eftir andlát Versace var heimili hans í Miami breytt í Villa Casa Casuarina lúxushótel og hefur það verið vinsælt meðal ríka og fræga fólksins. Þá hafa tískuviðburðir einnig verið haldnir í villunni. 

Vanity Fair

Gianni Versace var myrtur 15. júlí 1997.
Gianni Versace var myrtur 15. júlí 1997. ROBERT SULLIVAN
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.