31 ári eldri en fimmta eiginkonan

Riko Shibata og Nicolas Cage.
Riko Shibata og Nicolas Cage. AFP

Hollywoodstjarnan Nicolas Cage og eiginkona hans, Riko Shibata, mættu í fyrsta skipti saman á rauða dregilinn þegar kvikmyndin Pig var frumsýnd í Los Angeles á dögunum. Þetta er í fyrsta skipti sem hjónin koma fram opinberlega saman. 

Cage og Shibata kynntust í Japan árið 2020 og giftu sig í lítilli athöfn í Las Vegas í febrúar 2021. Shibata er einungis 26 ára og því 31 ári yngri en hollywoodstjarnan, sem hefur verið kvæntur fjórum sinnum áður. 

Cage var áður gift­ur Eriku Koike en það hjóna­band stóð aðeins í 63 daga þar sem Cage sakaði hana um að hafa gifst sér pen­ing­anna vegna. Hann fékk því skilnað á mettíma. Þar á und­an var hann kvænt­ur Alice Kim, þau skildu eft­ir 12 ára hjóna­band árið 2016. Á und­an því var hann gift­ur Lisu Marie Presley en þeirra hjóna­band stóð aðeins í tvö ár. Fyrsta hjóna­band hans var með Pat­riciu Arqu­ette sem hann kvænt­ist 1995. Þau skildu 2001.

Riko Shibata og Nicolas Cage á frumsýningu Pig.
Riko Shibata og Nicolas Cage á frumsýningu Pig. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lausn verkefnis þíns liggur nær þér en þig grunar í fljótu bragði. Sumum finnst þú taka of mikla áhættu, en ekki þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lausn verkefnis þíns liggur nær þér en þig grunar í fljótu bragði. Sumum finnst þú taka of mikla áhættu, en ekki þér.