Af hverju að halda upp á afmæli?

Hin hefðbundna afmæliskaka hefur eitt kerti fyrir hvert ár sem …
Hin hefðbundna afmæliskaka hefur eitt kerti fyrir hvert ár sem afmælisbarnið hefur lifað eins og þessi hér. Ljósmynd/Unsplash

Ein af mínum fyrstu minningum er af deginum þegar ég varð fjögurra ára. Það var eitthvað sérstakt og spennandi við að bera kórónu og hafa alla athyglina á manni þennan eina dag. Ég vildi lítið annað gera en að monta mig af því að vera orðinn svona gamall. En af hverju var þetta merkilegur dagur? Af hverju pælum við yfirhöfuð í því hvaða dag við fæddumst?

Í vestrænni menningu er hefð fyrir því að fagna afmælum með veislum, kökum, blöðrum, gjöfum og öðru tilheyrandi. Kerti á köku er það sem kemur upp í huga margra þegar hugsað er um afmæli. Hefðin á sér hins vegar langa sögu og eru ekki allir sammála um hvernig hún kom til. Hér verður stiklað á stóru í þeirri sögu.

Faraó fyrstur til að eiga afmæli

Elstu heimild þess að haldið sé upp á afmæli má finna í Biblíunni. Þar er því lýst þegar haldið var upp á fæðingardag faraósins í Egyptalandi. Fékk þá faraóinn allt starfsfólk sitt til að halda veislu honum til heiðurs. Líklega bar veisluna upp á krýningardag faraósins en talað var um að hann „fæddist“ sem guð þann dag.

Næst var komið að Forn-Grikkjum að setja mark sitt á hefðina. Guðir þeirra og gyðjur áttu hvert og eitt sérstakan dag sem haldið var upp á þar sem ýmsar fórnir voru færðar. Matur, drykkur og handverk var fært hinum guðlegu verum. Þar á meðal var veiðigyðjunni Artemis færð kaka með logandi kertum.

Þegar fram liðu stundir fór vel stætt fólk að leyfa sér að fagna hvert öðru á ákveðnum degi ársins, bæði meðal Rómverja og Forn-Grikkja. Komu fjölskyldur og vinir þá saman og skiptust á gjöfum, borðuðu mat og óskuðu hvert öðru velfarnaðar.

Mest áhersla var þó lögð á alls kyns hátíðir sem haldnar voru á ári hverju og almúginn, jafnvel þrælar, fór að fagna ákveðnum dögum á dagatalinu. Venjulegt fólk var þó enn ekki farið að fanga afmælisdögum sínum.

Hvenær fæddist Jesús?

Þegar ríki Rómaveldis var sem stærst, á annarri öld eftir Krist, fór kristni að dreifast um svæðið. Þá var það talið heiðinn siður í kristni að halda hátíðir eða fagna afmælum, en á fjórðu öld eftir Krist ákvað kirkjan að reyna að ýta undir vinsældir trúarbragðanna. Ákveðið var að búa til hátíð sem haldin væri á sama tíma og rómverska Saturnalia-hátíðin sem stóð yfir 17.-23. desember.

Nánar er fjallað um sögu og uppruna afmæla í Sunnudagsblaði Morgunblaðisins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson