Guðlast og kynferðislega ögrandi

Rob Halford, söngvari Judas Priest, verður sjötugur í næsta mánuði.
Rob Halford, söngvari Judas Priest, verður sjötugur í næsta mánuði. AFP

Siðferði í dægurlagatextum var mjög í deiglunni í Bandaríkjunum um miðjan níunda áratuginn eins og Judas Priest og fleiri listamenn fengu að kenna á þegar þeir lentu á lista yfir 15 viðbjóðslög. 

Á Turbo, tíundu breiðskífu breska málmbandsins Judas Priest, er að finna mjög merkilegt lag, ekki í tónlistarlegum heldur menningarpólitískum skilningi.

Við erum að sjálfsögðu að tala um fjórða lagið á A-hliðinni, Parental Guidance, sem var svar Judas Priest við þeim tíðindum að bandið hefði lent á lista sérstakrar nefndar um siðgæði í dægurtónlist, PMRC, yfir fimmtán lög sem börnum og ungmennum bæri með öllum tiltækum ráðum að varast vegna þess hvað textinn í þeim væri ósiðlegur og stórkostlega varasamur. „Filthy 15“ eða „15 viðbjóðslög“, kallaðist listinn og varð snemma frægur að endemum.

Lagið sem fór fyrir brjóstið á nefndinni var Eat Me Alive af Defenders of the Faith, sem kom út 1984, og þá sérstaklega eftirfarandi brot úr textanum.

Groan in the pleasure zone
Gasping from the heat …
I’m gonna force you at gunpoint
To eat me alive …
Squealing in passion as the rod steel injects.

„Guðlast og kynferðislega ögrandi,“ sagði nefndin fullum fetum en frægasti liðsmaður hennar var Tipper Gore, sem seinna varð varaforsetafrú í Hvíta húsinu. Rammur BDSM-fnykur þótti af laginu.

Priest var ekki í amalegum félagsskap á listanum; þarna voru líka málmhausarnir í W.A.S.P. með slagarann geðþekka Animal (Fuck Like a Beast), Merciful Fate, Venom, Black Sabbath, AC/DC, Twisted Sister og meira að segja Def Leppard. Einnig var þar að finna vinsæla sykurpoppara eins og Prince, Madonnu, Cyndi Lauper (Synd í lopa) og Sheenu Easton.

Tipper Gore, fyrrverandi varaforsetafrú í Bandaríkjunum.
Tipper Gore, fyrrverandi varaforsetafrú í Bandaríkjunum. AFP


Engin leið að misskilja

Prestlingar gerðust diplómatískir í sínum viðbrögðum við listanum. „Við skiljum að einhvers staðar þurfa mörkin að liggja,“ sagði Rob Halford, söngvari bandsins, árið 1986, „en ég get ekki með neinu móti séð að við höfum gert neitt sem túlka má sem skaðlegt eða eyðileggjandi. Guð forði okkur frá slíku enda myndi það binda endi á feril okkar á einni nóttu.“

Engin leið er þó að misskilja skilaboðin í Parental Guidance. Lagið hefst á þessum orðum:

You say I waste my life away, but I live it to the full
And how would you know anyway, you’re just mister dull
Why don’t you get into the things we do today
You could lose twenty years right away, so we say
We don’t need, no, no no no parental guidance here.

Höggvið er í sama knérunn í öðru lagi á Turbo, Private Property.

Í samtali við tímaritið Rolling Stone árið 2008 sagði Halford að Priest væri í eðli sínu ekki band sem ögraði ríkjandi gildum í samfélaginu en nefndin hefði snúið upp á hendurnar á þeim. „Við vorum bara að enduróma orð yngri aðdáenda okkar: Mamma ykkar og pabbi kunna ekki við tónlistina ykkar, hafa aldrei og munu aldrei gera það. Við erum á ykkar bandi. Þannig var það þá og er enn – upp að vissu marki.“

Nánar er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.