Skilur ekki enn hvernig sambandinu lauk

Olivia Wilde ogJason Sudeikis hættu saman í fyrra.
Olivia Wilde ogJason Sudeikis hættu saman í fyrra. AFP

Hollywoodstjarnan Jason Sudeikis segist enn ekki skilja hvernig sambandi hans og barnsmóður hans, Oliviu Wilde, lauk. Parið var trúlofað og átti tvö börn. Hann opnaði sig um skilnaðinn í viðtali við GQ á dögunum þó svo hann hafi ekki fullan skilning á því sem gerðist. 

Sudeikis og Wilde hættu saman í nóvember 2020 að sögn Sudeikis. Aðeins nokkrum mánuðum seinna, eða í janúar, var samband Wilde og Harrys Styles opinbert. Skilnaðurinn er allur í móðu og samband Wilde og Styles gerði sambandsslitin ekki auðveldari. „Ég fæ betri skilning á endinum eftir ár,“ sagði Sudeikis í viðtalinu. „Og jafnvel enn betri eftir tvö ár og þeim mun betri eftir fimm.“ Leikarinn líkir skilnaðinum við heila bók í lífi sínu en að lokum verði þetta tímabil bara eins og eitt orð. 

Núna er hann að reyna að átta sig á hvað hann á að taka út úr skilnaðinum. „Þetta er reynsla sem þú annaðhvort lærir af eða býrð til afsakanir um,“ segir hann. Hann gefur í skyn að fólk verði að taka ábyrgð á því sem gerist í lífi þess og læra af því sem gerist.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.